SKIL á verkefnum

Jæja kæru nemendur.

Nú erum við komin með nýtt skilakerfi hjá okkur.  Tölva er komin á 5.hæð sem þið sjáið sjálf um að skila verkefnum ykkar inn á. (Sjá mynd)

Það þarf ekki að taka það fram að þessi tölva er ekki til netnotkunar.


Á skjáborðinu (desktop) ættuð þið að sjá möppu er heitir SKIL, og þar inni ætti að vera viðeigandi mappa með heiti áfangans sem verkefnið ykkar tilheyrir.

Þið skuluð tengja harða diskinn ykkar við tölvuna og copya exportaða quicktime fileinn inn í viðeigandi möppu.

Út af þessu erum við með nýjar reglur varðandi MERKINGU á quicktime skránni.
Það er mjög mikilvægt að skýra skrána rétt.  Skráin skal heita: Fullt nafn höfundar - Áfangi - Framleiðslu önn.

Fullt nafn =  Nafnið ykkar
Áfangi =  Heitið á áfanganum sem þið framleidduð tiltekna mynd.
Framleiðslu önn = Hvenær þessi mynd var framleidd, þetta þýðir EKKI á hvaða önn þú ert á.
Og munið eftir að aðskilja á milli með bandstriki ( - )

Dæmi:
Sigurður Kristinn Ómarsson - TÆK 106 - haust 2012.mov
(sjá mynd fyrir neðan)

Svona lítur rétt skírð skrá út.


Það er ekki flókið að skýra myndina rétt. Ónefndar eða rangt skýrðar skrár geta einfaldlega endað í ruslinu. Passið því vel upp á það að skýra rétt.

Munið að þið eruð sjálf ábyrg fyrir því að skráin ykkar sé í lagi, þ.e.a.s. að skráin spilist hreinlega, að þetta sé rétt export eða þá að öll myndin hafi komið út.

Þegar myndin er loks búin að afritast á tölvuna,  sendið þá póst á sérstakt e-mail eingöngu ætlað fyrir skil ( skil@kvikmyndaskoli.is ) og takið þar fram hverju þið voruð að skila og hvar það er staðsett.Skil í gegnum innanhúsnetið (fyrir lengra komna).

Ef þið hafið ekki tök á því að skila myndinni á skrifstofutíma að þá er möguleiki að gera það í gegnum innanhúsnetið.

Í Finder undir "Shared" skal velja "All..."  Þar ættuð þið að finna tölvu sem heitir "174_KVI_SKIL" og þar inn ætti að vera mappa er nefnist "SKIL_net".
Einfaldlega dragið myndina ykkar inn í þá möppu og afritun ætti að hefjast (ath. þetta gæti tekið dágóða stund í gegnum þráðlausanetið).
Sjá skýringamynd.

Smellið á myndina til að stækka hana.

En notið þessa aðferð einungis ef klukkan er eftir kl.16:30

Gangi ykkur nú vel.


Comments