Tækjaleiga

Umsjónamaður: Dagur Ólafsson

E-mail: leiga@kvikmyndaskoli.is

Sími: 444-3315

ATH.

Það er 24 tíma afgreiðslutími á pöntun. Senda skal póst á leiga@kvikmyndaskoli.is með góðum fyrirvara.

Reglur 1 - 12

(1) Nemendur þurfa að kunna á tækin sem þeir leigja.

Nemendur fá búnað ekki leigðan sé rökstuddur grunur á vankunnáttu.

(2) Allur búnaður er skráður á eyðublað sem nemendur þurfa að skrifa undir. Ætlast er til að nemendur skili þeim búnaði sem tilgreindur er á eyðublaðinu.

(3) Nemendur eru beðnir um að skoða tækin vel og athuga hvort allt virki áður en þeir skrifa undir. Ef upp kemur bilun mun starfsmaður reyna að laga hlutinn.

(4) Öllum tækjum þarf að skila hreinum og í góðu ástandi.

(5) Nemendur verða að sækja tæki á réttum tíma. Ef eitthvað kemur upp á verða nemendur að hringja og láta vita.

Ef nemendur koma ekki innan hálftíma frá umsömdum tíma telst pöntunin ógild.

(6) Ef nemendur skila tækjum of seint fá þeir eina áminningu og bætist önnur við á klukkutíma fresti eftir það.

(7) Rafhlöður þurfa að vera fullhlaðnar áður en þeim er skilað.

(8) Nemendur bera ábyrgð á öllum tækjum sem þeir leigja. Nemendur verða krafðir greiðslu fyrir skemmdir sem sannarlega má rekja til vanrækslu og/eða gáleysis nemenda.

(9) Skilatími tækja er kl 9:00 á morgnana. Tækin verða að vera tilbúin til útleigu þá.

(10) Fyrir hvert brot fær nemandi eina áminningu.

(11) Eftir að nemandi hefur fengið 3 áminningar tapar hann öllum tækjaréttindum og send er skýrsla til deildaforseta.

(12) Tækjaleigu er ekki heimilt að leigja tæki í annað en skólaverkefni.

Dæmi um tækjalista

Að athuga búnað

Þetta eru aðeins dæmi um hvað er gott að athuga áður en tækin eru leigð


1. Athuga hvort allir hlutir séu í töskum

2. Athuga ljós og sjá hvort þau virki.

3. Athuga hvort rafhlöður séu fullhlaðnar og hvort myndavélin kveiki á sér

4. Athuga allar snúrur t.d xlr snúrur

5. Láta starfsmann vita ef einhver bilun kemur í ljós, annars er nemandi ábyrgur fyrir skemmdum

Áður en búnaði er skilað

Þetta eru aðeins dæmi um hvað er gott að athuga áður en tækjunum er skilað.

1. Athuga hvort allir hlutir séu í töskum

2. Athuga ljós og sjá hvort þau virki.

3. Athuga hvort rafhlöður séu fullhlaðnar og hvort myndavélin kveiki á sér

4. Athuga hvort tæki eru hrein og fjarlæga allt límband.

5. Þegar skilað skal tilkynna allar bilanir og skemmdir.

Aðrar upplýsingar er að finna á https://sites.google.com/a/kvikmyndaskoli.is/taekjaleiga/