Velkomin

Kæri nemandi

Við bjóðum þig velkominn í Kvikmyndaskóla Íslands.

Mikilvægt er að nemendur kíki á tölvupóstinn eins oft og hægt er. Þetta er ein helsta samskiptaleið skólans við nemendur.

postur.kvikmyndaskoli.is

Hér að neðan eru grunnupplýsingar sem þjóna nemendum í náminu og eru því allir hvattir til að kynna sér þær vel.

info.kvikmyndaskoli.is

Á þessari síðu finnur þú öll þau gögn sem gagnast þér við námið. T.d. Stundaskrár, leiðbeiningar, leikarasamninga, framleiðsluskýrslur, viðburðalista og margt fleira.

info.kvikmyndaskoli.is

Reglur skólans

Hægt er að nálgast reglugerð á vefsíðu skólans en það er skylda hvers nemanda að lesa hana frá upphafi til enda: www.kvikmyndaskoli.is/about-us/rules/

Umgengnisreglur

Mikilvægt er að nýnemar kynni sér vel umgengnisreglur skólans. Þær eru eftirfarandi:

 1. Gagnkvæm virðing, kurteisi og heiðarleiki skal höfð að leiðarljósi í samskiptum nemenda og starfsfólks og alls staðar þar sem komið er fram í nafni skólans. Virða skal markmið skólans, stefnu hans og reglur og gæta í hvívetna að varpa ekki rýrð á heiður hans.
 2. Nemendur skulu sækja allar kennslustundir og koma stundvíslega til kennslu og annarrar starfsemi á dagskrá skólans. Í námskeiðum þar sem er mætingarskylda skal nemandi sækja a.m.k. 80% tímanna til að hafa rétt til útskriftar af námskeiði.
 3. Nemendur skulu sýna góða umgengni í skólanum og á lóð hans.
 4. Reykingar eru óheimilar í húsnæði og á lóð skólans. Öll meðferð og neysla áfengis og annarra vímuefna er stranglega bönnuð í húsakynnum skólans.
 5. Óheimilt er að neyta matar og drykkjar í kennslu- og vinnslustofum.
 6. Nemendur bera sjálfir ábyrgð á verðmætum sínum.
 7. Spjöll sem nemendur kunna að vinna á húsnæði skólans eða eigum hans skulu þeir bæta að fullu.
 8. Brot á reglum þessum geta leitt til brottvikningar úr skóla.

Brottvikning nemanda

Brjóti nemandi alvarlega af sér varðandi reglur skólans, falli á mætingu eða í prófum þá er heimilt að víkja honum úr skóla. Endanleg brottvikning er á ábyrgð rektors og skal hann leita umsagnar úrskurðarnefndar agamála, sjá 7. gr. áður en til hennar kemur. Nemanda skal veitt skrifleg áminning áður en til brottvikningar kemur og honum veittur tími til andmæla.

Tækjaleiga

Eftirfarandi eru helstu umgengnisreglur sem við biðjum nemendur að virða:

 1. Nemendur þurfa að kunna á tækin sem þeir leigja. Nemendur fá búnað ekki leigðan sé rökstuddur grunur á vankunnáttu.
 2. Allur búnaður er skráður á eyðublað sem nemendur þurfa að skrifa undir. Ætlast er til að nemendur skili þeim búnaði sem tilgreindur er á eyðublaðinu.
 3. Nemendur eru beðnir um að skoða tækin vel og athuga hvort allt virki áður en þeir skrifa undir. Ef upp kemur bilun mun starfsmaður reyna að laga hlutinn.
 4. Öllum tækjum þarf að skila hreinum og í góðu ástandi.
 5. Nemendur verða að sækja tæki á réttum tíma. Ef eitthvað kemur upp á verða nemendur að hringja og láta vita. Ef nemendur koma ekki innan hálftíma frá umsömdum tíma telst pöntunin ógild.
 6. Ef nemendur skila tækjum of seint fá þeir eina áminningu og bætist önnur við á klukkutíma fresti eftir það.
 7. Rafhlöður þurfa að vera fullhlaðnar áður en þeim er skilað.
 8. Nemendur bera ábyrgð á öllum tækjum sem þeir leigja. Nemendur verða krafðir greiðslu fyrir skemmdir sem sannarlega má rekja til vanrækslu og/eða gáleysis nemenda.
 9. Skilatími tækja er kl 09:00 á morgnana Tækin verða að vera tilbúinn til útleigu þá.
 10. Fyrir hvert brot fær nemandi eina áminningu.
 11. Eftir að nemandi hefur fengið 3 áminningar tapar hann öllum tækjaréttindum og send er skýrsla til deildaforseta.
 12. Tækjaleigu er ekki heimilt að leigja tæki í annað en skólaverkefni.

Tæknilegar leiðbeiningar

Leidbeiningahornid.com:

Þarftu að vita hvernig þú pakkar myndinni þinni fyrir netið? Viltu vita hvernig þú skilar inn ramma úr myndinni þinni í útskriftarbækling? Þetta og margt fleira er útskýrt á leidbeiningar.kvikmyndaskoli.is

Fartölvur og net

Þráðlausa net skólans heitir “Kvikmyndaskoli”.

Aðgangsorðið inn á það er “0102030405”

Við biðjum nemendur vinsamlegast um að virða að það er STRANGLEGA BANNAÐ að niðurhala torrent á neti skólans. Torrent niðurhal setur gríðarlegt álag á netið og truflar kennslu, skrifstofustörf og aðra nemendur. Það skulu því allir ganga úr skugga um að slík forrit séu lokuð þegar tengst er þráðlausa neti skólans. Tölvur eru rekjanlegar í gegnum IP tölur og hægt er að loka fyrir MAC addressu tölvanna út frá þeim. Nemandi fær þrjár viðvaranir áður en lokað er fyrir aðgang að þráðlausa netinu.

Vandamál með þráðlaust net?

https://sites.google.com/a/kvikmyndaskoli.is/hvernig/vandamal/thradhlaust-net

Aðgengi á tölvur skólans

Notandi: kvikmyndaskoli islands

Lykilorð: 1234

Starfsmenn

http://www.kvikmyndaskoli.is/about-us/staff/

E-mail og símanúmer

Hægt er að nálgast skrá hér:

info.kvikmyndaskoli.is/simanumer-og-e-mail

Einnig er skjalið inn á Google Docs kerfinu ykkar >> skjol.kvikmyndaskoli.is

Við hlökkum til samstarfsins og vonum að þú njótir námsins.

Kvikmyndaskóli Íslands