Leiðbeiningar fyrir skil

LEIÐBEININGAR FYRIR SKIL

LEIÐBEININGAR FYRIR SKIL

Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar fyrir það hvernig þið útbúið .MP4 skrá og uploadið henni á Vimeo.com

Ekki gleyma að fylla út formið til að senda inn myndirnar ykkar eftir að þið eruð búin að uploada þeim.

ATH! Ykkur er frjálst að nota Youtube ef þið kjósið það frekar, því 500MB getur verið takmörkun fyrir þau sem eru með langa mynd.

En ef þið kjósið Youtube leiðina að þá er ég ekki með neinar leiðbeiningar í boði. En ykkur er velkomið að senda mér fyrirspurnir.

Hér getið þið fengið upplýsingar um upload fyrir Youtube: https://support.google.com/youtube/topic/2888648?hl=en

1.

Búa til Vimeo Basic account (ef þið eigið ekki nú þegar reikning)

Farið hingað: www.vimeo.com/join

Veljið "Sign up for Basic"

Restin skýrir sig sjálf.

2.

Pakka fyrir vef

Munið að Vimeo Basic account leyfir ykkur einungis að uploada 500MB skrá. Skoðið leiðbeiningarnar vel ef þið eruð í vandræðum með að ná myndinni ykkar niður fyrir 500MB

Ef þið eruð ósátt við gæðin sem þið fáið úr ykkar pökkun þá er Vimeo einnig með mjög góðar leiðbeiningar á sinni síðu fyrir nánast öll forrit í bænum, þannig ef þið eruð að nota önnur forrit að þá getið þið prófað þær leiðbeiningar til að athuga hvort þið fáið betri útkomu þaðan. Þið sjáið það hægra megin undir "Tutorials".

Leiðbeiningar frá Vimeo: https://vimeo.com/help/compression

3.

Uploadið myndinni ykkar

"Upload a video" takkinn á Vimeo ætti nú ekki að fara framhjá neinum.

Eftir að þú kemur inn á Upload síðuna þá verður þú líklegast beðin/n um að "verifya" (staðfesta) e-mailið sem þú skráðir inn.

Vimeo sendir þér e-mail sem þú þarft að opna og staðfesta þar með að þú eigir það e-mail. Þannig að þú skalt vera viss um að þú hafir aðgang að því e-maili.

4.

Merking

Gott er að hafa merkinguna rétta þannig það fari ekki á milli mála hver á hvaða mynd.

Inn í "Settings / Basic info" skal setja inn eftirfarandi:

Title:

Titillinn á myndinni

Description:

Höfundur:

Nafnið ykkar

Titill:

Titillinn á myndinni (aftur)

Deild:

(Deildin ykkar)

Nú er komið að MJÖG mikilvægum lið.

TAKIÐ EFTIR!

5.

Hvernig skal og skal EKKI copya linkinn!

(Smellið á myndirnar til að stækka þær)

(smellið á myndina til að stækka)

Ekki copya linkinn meðan myndbandið er að uploadast.

(smellið á myndina til að stækka)

Við viljum EKKI fá linkinn á channelið ykkar. Eins og þið sjáið er það www.vimeo.com/kvikmyndaskoli/ sem er channelið hjá skólanum.

www.vimeo.com/nafniðþitt væri eflaust channelið þitt. Þetta á EKKI að senda!

(smellið á myndina til að stækka)

Húrra já!

Þegar myndbandið er búið að uploadast getið þið smellt á "Goto video" og þá ættuð þið að fá sambærilega síðu.

Takið eftir talnarununni í linknum, það er gott.

Þetta er linkurinn sem þið skulið copya og setja inn í formið. Passið að velja örugglega allan linkinn, og endilega prufið hann áður en þið sendið.

Það er í góðu lagi að senda linkinn þó convert eða bið eftir convertið sé í gangi.

6.

Nú skalt þú

FYLLA ÚT FORMIÐ

og senda inn myndina!

Ef það eru vandamál vinsamlegast hafið samband við Sigga í síma 698-5796 eða skj@kvi.is