Upplýsingar um skil

UPPLÝSINGAR UM SKIL

SKIL 4.desmeber KL.20:00 !

Þið þurfið að gera eftirfarandi:

<Smellið hér fyrir leiðbeiningar>

1. Það fyrsta sem þið þurfið að gera er að exporta myndinni.

2. Þið þurfið að eiga Vimeo.com aðgang (account). Ef þið eruð ekki nú þegar með aðgang þá verðið þið að búa til nýjan.

ATH! Ykkur er frjálst að nota Youtube ef þið kjósið það frekar, því 500MB getur verið takmörkun fyrir þau sem eru með langa mynd.

En ef þið kjósið Youtube leiðina að þá er ég ekki með neinar leiðbeiningar í boði. En ykkur er velkomið að senda mér fyrirspurnir.

En hér getið þið fengið upplýsingar um upload fyrir Youtube: https://support.google.com/youtube/topic/2888648?hl=en

3. Það þarf að pakka myndinni í vefgæðum fyrir Vimeo.com

ATH að Vimeo FREE account leyfir ykkur einungis að uploada 500MB skrá.

Skoðið leiðbeiningar upp á að pakka myndinni ykkar niður í 500MB.

4. Mikilvægt er að fram komi:

“Title” Höfundur myndarinnar og titill myndar.

Dæmi: Sigurður Kristinn Ómarsson - Á bláþræði

Einnig skal koma fram í “Description” nafn höfundar, titill myndar og deild viðkomandi nemanda.

5. Við mælum með að setja myndina á “private” og hafa lykilorð á henni á Vimeo.com svo að aðrir en dómnefndin geti ekki séð myndina.

(Settings > Privacy > Password protected … Skrifið password) (Sjá mynd)

6. Fyllið síðan út formið <Smellið hér>

ATH! Þú þart að vera skráð/ur inn á @kvikmyndaskoli.is póstinn þinn til að geta notað formið.

Munið að það tekur tíma að EXPORTA / CONVERTA / UPLOADA.

Ekki draga það þangað til rétt fyrir skil. Það er svo margt sem getur farið úrskeiðis á endasprettinum.

Með öðrum orðum, ekki byrja að exporta klukkutíma fyrir skil! Það getur allt komið upp á. Þið lendið í hálftíma upload queue á Vimeo.com, tölvubilun, harður diskur hrynur, netið dettur niður, jarðskjálfti, galli í video file, vitlausu video exportað, hljóðið dettur úr synci, o.s.frv., o.s.frv.

Verið búin að kynna ykkur leiðbeiningarnar með góðum fyrirvara. Byrjið að exporta sem allra fyrst!


Formið þarf að vera útfyllt og sent

4.desember Kl. 20:00,

Ef þetta verður ekki komið fyrir þann tíma þá fer þetta einfaldlega ekki til dómnefndar.

Nytsamlegar upplýsingar:

  • Þið sjálf eruð ábyrg fyrir því að myndbandið sé í lagi. Athugið fælinn áður en þið uploadið honum.
  • Myndin þarf ekki að vera búin að convertast áður en þið sendið. Hún þarf bara að vera búin að uploadast. (Sjá leiðbeiningar)
  • Vissir þú að það tekur tíma að rendera og exporta myndinni þinni? Sérstaklega ef þú ert með mikið af effectum á henni.
  • Það er betra að skila ókláraðri mynd til dómnefndar heldur en engri mynd. Stundum getur dómnefndin litið framhjá augljósum tæknilegum hnökrum.
  • Þegar þú uploadar þá er allt annar hraði á internetinu heldur en þegar þú downloadar. Ef þú ert t.d. með 12mb tengingu getur þú samt verið með 1mb upload hraða, sem þýðir það að hlutir eru 12 sinnum lengur að uploadast heldur en þeir eru að downloadast.
  • Skólinn er með 12mb upload hraða sem þykir nokkuð gott. Þannig að ef þið eruð að uploada heima hjá ykkur og lendið í vanda, þá er ráðlegt að skjótast niður í skóla og gera þetta þar.
  • Gott er að nýta tímann eftir að þið skilið til að búa til plakat fyrir myndina ykkar.

Ef allt fer tæknilega í algjört rugl hringið þá eins og skot í mig (Siggi) 859-3360 eða sendið tölvupóst á skj@kvikmyndaskoli.is og látið mig vita og ég skal gera mitt allra besta til að hjálpa ykkur.

Ef aðrar ástæður eru fyrir seinkun vinsamlegast hafið samband við deildarforsetann ykkar.

Gangi ykkur nú vel elskurnar.